Áhættuskoðun

Leyndir áhættuþættir í húsnæði

Innan veggja heimilis getur leynst ýmislegt sem hefur neikvæð áhrif á heilsu þeirra sem þar búa. Ber þar helst að nefna asbest og myglusvepp.

Þrátt fyrir að asbest hafi verið bannað í byggingariðnaði á Íslandi árið 1983, er enn að finna mikið magn af því í byggingum, gólfefni og hitaveituleiðslum hérlendis. Asbest ryk hefur mjög skaðleg áhrif á heilsu manna og getur það valdið gríðarlega alvarlegum lungnasjúkdómum, en rykið berst í menn með innöndun.

Mikið hefur verið fjallað um myglusveppi í húsnæði í fjölmiðlum landsins, og ekki að ástæðu lausu. Margar ólíkar tegundir myglu finnast í íslenskum húsum, en mjög mismumandi er hversu heilsuspillandi áhrifin eru eftir því um hvaða myglu er að ræða.

Eikarfell tekur að sér áhættuskoðanir svo sem asbest skoðanir og framkvæmd mygluprófs. Hafðu samband við fagmann  til þess að bóka skoðun.

Einfalt en áhrifamikið

Allar fasteignir eiga skilið að fara í ástandsskoðun


Þú pantar tíma hjá Eikarfell í ástandsskoðun

Við ástandsskoðum eignina

Þú færð afhenta faglega ástandsskoðunar skýrlu

Um okkur

eikarfell

Nútíma lausnir, vandaðar hefðir.