Einfalt en áhrifamikið

Ástandsskoðun fasteigna

Þú pantar tíma hjá Eikarfell í ástandsskoðun

Við ástandsskoðum eignina

Þú færð afhenta faglega ástandsskoðunar skýrlu

Allar fasteignir eiga skilið að fara í ástandsskoðun

Af hverju ástandsskoðun?

Ástandsskoðun fasteigna

Ástandsskoðun gerir verkkaupa kleift að átta sig á hvert raunverulegt ástand eignar er, sem og hver mögulegur aukakostnaður er til staðar vegna vankosta sem kunna að koma í ljós við ástandsskoðunina. Hjá Eikarfell sjá vanir fagmenn um ástandsskoðun, menn og konur sem eru sérfræðingar í viðgerðum á íbúðarhúsum og iðnaðareignum og eru með nýjustu tækni sér til aðstoðar við skoðunina.

Ástandsskoðun:

Hverning ástandsskoðun hentar minni fasteign?

Ástandsskoðanirnar okkar

Finndu réttu ástandsskoðunina hér fyrir neðan og bókaðu tíma

Hér fyrir neðan má sjá skýringar á mismunandi tegundum ástandsskoðanna sem Eikarfell býður uppá. Við hvetjum þig jafnframt til að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna eða nánari útskýringa er þörf.

Ástandsskoðun:

HEILDAR ÁSTANDSSKOÐUN

Heildræn yfirsýn um ástand fasteignar

Heildar ástandsskoðun fasteigna felur í sér ítarlega og yfirgripsmikla skoðun á ástandi fasteignar. Því getur heildar ástandsskoðun reynst gríðarlega gagnlegt tól við forgangsröðun viðgerða eignar.

Við hjá Eikarfell framkvæmum heildræna ástandsskoðun og afhendum að því loknu nákvæma skýrslu með sundurliðuðum niðurstöðum ástandsskoðunnar.

Lestu meira um heildar ástandsskoðun hér

SÉRSKOÐUN

Ástandsskoðun á hluta fasteignar

Hefur þú áhyggjur af ástandi hluta eignar þinnar? Grunar þig að það sé kominn tími til þess að gera við þakið/gluggana/parketið? Hefur þú orðið fyrir tjóni og vilt fá nákvæmar upplýsingar um skemmdirnar?

Í sérskoðun ástandsskoðum við einstaka þætti eignar; svo sem parket, glugga, þak eða önnur óaðgengileg svæði. Fáðu fagmann frá Eikarfell til þess að yfirfara þau svæði sem þú hefur áhyggjur af og fáðu ítarlega skýrslu með niðurstöðum sérskoðunar.

Við sinnum sérskoðunum af ýmsu tagi og því hvetjum við þig til þess að hafa samband strax í dag.

Lestu meira um sérskoðanir hér

KAUP OG SÖLUSKOÐUN

Ástandsskoðun fasteignar í söluferli

Ástandsskoðun Eikarfell er besta leiðin til að gera sér grein fyrir mögulegum göllum eignar, viðhaldskostnaði í framtíðinni og getur auk þess verið gott tól í samningaviðræðum í kaupferlinu. Ástandsskoðun kemur í veg fyrir streituna, ónæðið og kostnaðinn sem fylgir því að reyna að takast á við óvænt vandamál sem kunna að koma í ljós eftir kaup á fasteign. Ástandsskoðun Eikarfell veitir þannig ómetanlega hugarró fyrir kaup á fasteign.

Ástandsskoðun getur auk þess verið einstaklega gott tól fyrir seljanda, þar sem ástandsskoðun getur hjálpað til við verðlagningu eignar og gert seljanda kleift að lagfæra vandamál fyrir sölu og þannig styrkt stöðu sína í samningsferlinu við sölu. Það er eykur traust seljanda að hafa ástandsskoðun og meðfylgjandi skýrslu tilbúna fyrir mögulega kaupendur og sýnir með skýrum hætti að hreint sé komið fram og að um eign í góðu ásigkomulagi sé að ræða.

Lestu meira um kaup- og söluskoðanir hér

RAKAMÆLING OG HITAMYNDUN

Stakar mælingar eða hluti af stærri skoðun

Við hjá Eikarfell nýtum okkur nýjustu tækni til að rakamæla og hitamynda eignina þína, en þannig fáum við nákvæmustu niðurstöður sem völ er á. Að rakamælingu og/eða hitamyndun lokinni afhendum við þér nákvæma skýrslu um niðurstöðu skoðunnar.

Hægt er að panta rakamælingu og/eða hitamyndun sem staka skoðun eða sem hluta af stærri ástandsskoðun hjá Eikarfell.

Lestu meira um rakamælingar og hitamyndun hér

ÁHÆTTUSKOÐANIR

Myglupróf, asbest skoðanir o.fl.

Eikarfell tekur að sér áhættuskoðanir svo sem asbest skoðanir og framkvæmd mygluprófs. 

Lestu meira um áhættuskoðanir hér

INNBROT OG ÖRYGGI

Heildræn yfirsýn á öryggi fasteignar

Eikarfell býður uppá sérstaka öryggisskoðun sem snýr eingöngu að þeim þáttum sem varða öryggi heimilisins og afhendir að því loknu ítarlega skýrslu um leiðir til úrbóta í þeim efnum.

Fáðu fagmann Eikarfell til að fara yfir mögulegar inngönguleiðir óprúttinna aðila og vertu viss um að þínar varnir séu í lagi.

Lestu meira um innbrot og öryggisskoðanir hér

Um okkur

eikarfell

Nútíma lausnir, vandaðar hefðir.