Þakviðgerðir, Þakskipti, Þakvinna
Nýtt þak veitir hugarró
Þakviðgerðir, þakskipti og þakvinna er eitthvað sem við hjá EIKARFELL höfum mikla reynslu af og höfum við sinnt fjölbreyttum þakverkefnum síðastliðin ár.
Hér fyrir neðan getur þú fengið svör við algengum fyrirspurnum, kynnt þér mismunandi lausnir og ávinning þakviðgerða auk þess sem þú getur skoðað myndbönd og myndir frá hluta af fyrri verkefnum okkar.
EIKARFELL sinnir meðal annars þessum þakverkefnum
Sendu okkur stutta lýsingu af þínu verki eða hringdu í okkur. Við metum verkefnið saman, gefum verðtilboð og sjáum um framkvæmd verkefnis frá upphafi til enda.
Við sjá um þakviðgerðir og þakskipti
Við höfum mikla reynslu af að skipta um þak eða sinna þakviðgerðum. Hvort sem það er gert úr bárujárni, áklæðningu eða stölluðu járni.
Aukið rými og birta undir súð
Það getur gjörbreytt húsakynnum að búa til kvisti eða bæta við þakgluggum. Við sérsmíðum þakglugga eftir þínum þörfum.
Heilar þakrennur vernda fasteign þína
Algengt er að þurfi að viðhalda eða skipta um þakrennur, en þær eru mikilvægur til við að verja fasteignir frá rakaskemmdum.
Öndun í þaki er mikilvægast vörn gegn myglusvepp
Léleg einangrun, vöntun á rakavarnarlagi og loftun á þaki getur skapað kjöraðstæður fyrir myglu og er mjög algengt vandmál hér á landi. Við erum vel tækjum búin til að meta ástand þaks.
Algengar spurningar
Við gefum þér yfirlit svo að þú getir fundið það þak sem hentar þér og húsinu þínu.
Það er stór ákvörðun að velja nýtt þak. Oft er kostnaður stór hluti ákvörðunar og það eru mörg atriði sem þú þarft að hafa í huga áður en þú tekur endanlega ákvörðun um hvaða þak hentar þér. Reynsla okkar bendir til að algengustu spurningarnar eru:
Við getum gefið þér svör við þínum spurningum svo þú getir ákveðið hvaða þak hentar þér og húsinu þínu.
Við sérsmíðum þína þakglugga og setju velux glugga-
Algengar spurningar
Er gerður verkssamningur fyrir framkvæmdina?
Við gerum alltaf verksamning þegar við leggjum nýtt þak eða tökum að okkur aðrar stærri framkvæmdir. Þannig færð þú yfirsýn yfir verkefnið, verðið og verkliði sem á að framkvæma.
Hvað tekur langan tíma að fá nýtt þak lagt?
Þakviðgerðir taka venjulega á bilinu 3-6 vikur, það sýnir reynsla okkar á þakviðgerðum. Engin tvö þakverkefni eru þó eins og fer tímalengd verkefnis eftir því m.a. hvaða þak þú velur og hverning frágang á að gera, hvort leggja þurfi undirþak, einangrun í lofti, byggja kvisti, fjarlægja reykháfinn o.s.frv.
Við tölum alltaf við þig fyrirfram svo þú getir gert ráð fyrir hver áætlaður verktími er á þinni þakframkvæmd.
Get ég búið heima hjá mér á meðan þakið er endurnýjað?
Að öllu jöfnu getur þú búið í húsinu þínu á meðan við smíðum nýtt þak. Hins vegar geta verið aðstæður sem gera það ekki ákjósanlegt. Við upplýsum þig um við hverju má búast á meðan verkefninu stendur og látum þig vita ef þörf er á að þú finnir annan stað tímabundið.
Ætti ég að tæma uppi á loftið hjá mér?
Að öllu jöfnu þarftu ekki að tæma uppi á lofti þegar við smíðum nýtt þak. Það fer hins vegar eftir því hversu mikið þú hefur geymt á háaloftinu, mögulega gætir þú þurft að flytja eitthvað af hlutunum þínum.
Ef þú þarft að einangra loftið við þakframkvæmd verður þú að tæma það áður en vinnan hefst. Það getur verið gott tækifæri til að hreinsa til í gömlum hlutum og hólfum.
EIKARFELL
Nútíma lausnir, vandaðar hefðir.