Nútíma lausnir byggðar á vönduðum hefðum.
Við hjá Eikarfell getum aðstoðað þig við að koma þinni framkvæmd í framkvæmd. Við erum sérfræðingar í viðgerðum og nýsmíði á íbúðarhúsum og iðnaðareignum og getum hjálpað þér að meta umfang framkvæmda með ástandsskoðun.
Að hafa fagaðila með sér frá upphafi hugmyndarþróunar hefur reynst okkar viðskiptavinum vel. Við getum hannað tilboðsgögn og efnislista, tekið verkið í okkar umsjá eða verið þér innan handar við að finna réttu aðilana.
HÚSASMIÐUR / EIGANDI / FRAMKVÆMDASTJÓRI
Veigar Freyr Daníelsson húsasmiður, stofnaði Eikarfell árið 2017 eða þegar hann kom heim frá Danmörku þar sem hann hafði lært smíði síðan 2010.
Eikarfell hefur vaxið rólega en stöðugt síðustu árin og í dag starfa með Veigari að jafnaði 8 starfsmenn, smiðir og verkamenn og svo fjöldi verktaka sem ræstir eru út þegar sérþekkingar er krafist eða einfaldlega ef aukahendur vantar.
Markmið okkar í Eikarfelli er að vanda ávallt til verks, vinna náið með viðskiptavinum okkar en fyrst og fremst að vera fagleg og heiðarleg.
Örugg og áreiðanleg
Eikarfell kom á staðinn og tók út nokkur verk, skilaði okkur ítarlegri þarfagreiningu og lýsingu á næstu skrefum. Það var frábært að fá þetta í hendurnar sem aðstoðaði okkur við að forgangsraða verkefnum og átta okkur á umfangi. Eikarfell tók að sér í framhaldi eitt af verkunum þremur. Eitt fór til þriðja aðila og það þriðja bíður þar til næsta vor. Ég er gríðarlega ánægð með vinnubrögð, fagmennsku og útkomuna hjá Eikarfelli. Gef þeim þaf af leiðir mín bestu meðmæli og mun klárlega leita til aftur.
Edda Gísladótttir
Markaðsráðgjafi
Ég gef Eikarfelli mín bestu meðmæli. Ég fékk þau í ástandsskoðun til að skoða undirstöður og kjallara á gömlu húsi. Veigar mætti vel tækjum búin og var aðdáunarvert að sjá hvernig hann hugsaði í lausnum og virtist þekking hans og reynsla vera til fyrirmyndar. Útkoman var mjög sanngjörn og voru öll samskipti til fyrirmyndar.
Gunnar Sigurðsson
viðskiptafræðingur
Fékk Eikarfell í nýsmiði á palli og til að skipta um glugga. Öll vinna var til fyrirmyndar og voru þau rösk til vinnu og sérlega vandað til verks
Kristín Guðmundsdóttir
Nútíma lausnir, vandaðar hefðir.