Ástandskoðun veitir örrigi og hugarró á heimilinu
Ástandsskoðun er mikilvæg og góð leið til að hefja kaup- eða söluferil fasteignar. Ástandsskoðun gefur frábæra innsýn í hvaða standi fasteignin er þ.m.t (einbýlishús, sumarbústaðir, fjölbýlihús, blokkir ofl.)
Ástandsskoðun hjálpar eigendum og umsjónarmönnum fasteigna að kortleggja með markvissum hætti hvar vandamál geta leynst, sem og í framhaldi að skipuleggja og forgangsraða viðgerðum eða úrbótum. Það gerir mann að lokum öruggari og veitir hugarró í málefnum fasteigna.
Allar fasteignir eiga skilið að fara í ástandsskoðun
Það er hægt að koma i veg fyrir myglusvepp
Eins og flestir vita er mygluspeppur óvinur okkar. Myglusveppur er í flestum tilfellum fyrirbyggjanlegur, en einnig er margt hægt að gera eftir að upp er komin sýking af myglusvepp í húsnæði. Það að vera meðvitaður um ástand byggingarinnar er lykilatriði í baráttu geng myglusvepp.
Eitt af mikilvægustu hlutum byggingunnar
Einangrun og rakavarnalag eru mikilvægir þættir í frágangi á verki, þar sem þetta eru lykilatriði í því að skapa heilsusamlegt umhverfi og andrúmsloft í híbýlum. Mikilvægt er að vanda til verks þar sem rakaskemmdir og léleg einangrun geta haft neikvæð áhrif á heilsu manna. Lélegur frágangur skapar lélegt andrúmsloft.
Það er hægt að laga meðeinföldum hætti
Óþéttir gluggar hafa víðtæk áhrif á húsnæði og þá sem þar dvelja. Til að mynda þá skerðist líftími glugga allt að 60% ef leki eða lélegur frágangur er við glugga. Þetta getur svo haft myglusvepp og/eða steypuskemmdir með sér í för. Þétting glugga er ódýr, létt og þægileg framkvæmd sem skilar sér vel bæði til skamms og lengri tíma litið.
Hitaleiðni getur leitt til myglumyndunar
Hitaleiðni og/eða kuldabrú getur skapað kjör aðstæður fyrir vöxt myglu. Hitaleiðni getur átt sér stað þegar illa hefur verið einangrað og rakavarnalagið ekki unnið rétt. Skoðun á hitaleiðni/kuldabrú er einföld og nýtum við nýjustu tækni til staðsetja vandann til þess að hægt sé hefja úrbætur.
Nútíma lausnir, vandaðar hefðir.